May 17, 2017

Meira en 100.000 seld eintök!

Á fyrstu sex mánuðunum frá því að nýr Citroën C3 kom á markað hafa verið seld meira en 100.000 eintök á heimsvísu.

Nýr Citroën C3, sem frumsýndur verður á Íslandi nú í júní, hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur á heimsvísu. Á fyrstu sex mánuðunum frá því að nýr Citroën C3 kom á markað hafa verið seld meira en 100.000 eintök, sem gerir hann að mest selda Citroën bíl frá upphafi. Meira en 70% aukning hefur verið í pöntunum á C3 síðan í byrjun árs. Nýi Citroën C3 hefur fengið meira en 25 alþjóðleg verðlaun síðan hann koma á markað og fær 4,7 stjörnur af 5 mögulegum á Citroën Advisor, þar sem viðskiptavinir geta gefið bílum einkunn.

Litagleði og hlífðarklæðning

Þegar kaupendur af nýjum Citroën C3 voru spurði hvað það hefði verið sem hefði heillað þá við nýjan C3 þá voru flestir sem nefndu tveggja tóna litasamsetninguna, Airbump® hlífðarklæðninguna og fjölbreyttar litasamsetningar í innra rými bílsins.

Meira en 25 alþjóðleg verðlaun

Meðal þeirra 25 alþjóðlegu verðlauna sem nýr Citroën C3 hefur hlotið eru Best Urbanite hjá BBC Top Gear Best Car, Car of the Year í Grikklandi og Red Dot hönnunarverðlaunin hjá alþjóðlegri dómnefnd svo eitthvað sé nefnt.

Kynntu þér nýjan Citroën C3