January 6, 2022

Nýr Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíll

Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíll er 100% hreinn rafbíll með 50 kWh drifrafhlöðu. Drægni skv. WLTP mælingu er allt að 275 km.

Brimborg kynnir glænýjan Citroën ë-Berlingo 100% hreinan rafmagnssendibíl sem væntanlegur er til landsins í apríl og mun Brimborg bjóða hann í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Forsalan á nýja rafsendibílnum er nú þegar hafin í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg.Post-production : Astuce Productions

ALLT AÐ 275 KM DRÆGNI Á 100% HREINU RAFMAGNI
Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíll er 100% hreinn rafbíll með 50 kWh drifrafhlöðu. Drægni bílsins skv. WLTP mælingu er allt að 275 km. Citroën ë-Berlingo er fáanlegur með eins fasa 7,4 kW eða þriggja fasa 11 kW innbyggðri hleðslustýringu.

HRAÐHLEÐSLA Í 80% DRÆGNI Á  AÐEINS 30 MÍNÚTUM

Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða drifrafhlöðuna á 5 – 7,5 klukkustundum í öflugri heimahleðslustöð og næstum tóma drifrafhlöðuna má hlaða á 30 mínútum í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð.

Smelltu hér til að skoða Citroën e-Berlingo

Smelltu hér til að skoða úrval í Vefsýningarsal

ë-Berlingo-1004X400

TVÆR LENGDIR; L1 OG L2, FÁANLEGUR MEÐ TOPPLÚGU

Citroën e-Berlingo er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 og L2. Lengd hleðslurýmis er allt að 2,167 m og með Extenso Cab innréttingu, fellanlegu sæti og lúgu á þili er auðveldlega hægt að flytja allt að 3,44 m langa hluti. Citroën e-Berlingo er fáanlegur með topplúgu að aftan til að flytja langa hluti.

ÞÆGILEG HLEÐSLUHÆÐ, RÚMAR AUÐVELDLEGA TVÖ VÖRUBRETTI

Citroen e-Berlingo er hábyggður og er því með þægilega hleðsluhæð sem auðveldar lestun og affermingu. Rúmmál hleðslurýmis er allt að 3,9 m3 og rúmar auðveldlega tvö vörubretti.Post-production : Astuce Productions

FÁANLEGUR MEÐ RENNIHURÐ Á BÁÐUM HLIÐUM

Citroën leggur mikla áherslu á fyrirtaks vinnuaðstöðu með góðu aðgengi og hámarks nýtingu. Citroën e-Berlingo er fáanlegur með rennihurð á báðum hliðum. Aðgengi að farmi er einnig gott að aftan þar sem tvískipt afturhurð með 180°opnun er staðalbúnaður.CL21.001.004

ALLT AÐ 750 KG DRÁTTARGETA

Citroën e-Berlingo er með allt að 750 kg dráttargetu.

ÖRUGG GÆÐI CITROËN ERU STAÐFEST MEÐ 7 ÁRA VÍÐTÆKRI ÁBYRGÐ Á BÍL OG 8 ÁR Á DRIFRAFHLÖÐU
Örugg gæði Citroën ë-Berlingo eru einstök enda í boði með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og sérstakri 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðenda.CL21.001.005

FORSALAN ER HAFIN Í VEFSÝNINGARSAL BRIMBORGAR
Brimborg hefur hafið forsölu á glænýjum Citroën ë-Berlingo 100% rafmagnssendibíl í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða hjá Brimborg í apríl og afhendingar til kaupenda eftir páska.

Í Vefsýningarsal er að finna alla Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíla í pöntun. Þegar draumabíllinn er fundinn er send fyrirspurn beint úr Vefsýningarsalnum sem söluráðgjafi svarar um hæl. Viðskiptavinir geta auðveldlega breytt bílum í pöntun að sínum smekk með aðstoð söluráðgjafa Brimborgar.

Citroën ë-Berlingo rafmagnssendibíll kostar frá 4.450.000 kr. og er fáanlegur í tveimur lengdum; L1 eða L2.

Brimborg hefur lagt sífellt meiri áherslu á forpöntun nýrra bíla sem hefur gert það að verkum að bílverð lækkar vegna lægri birgðakostnaðar og á sama tíma geta kaupendur hannað bílana nákvæmlega að sínum óskum hvað varðar lit, innréttingu og búnað. Söluráðgjafar Citroën aðstoða viðskiptavini við að setja saman réttu útfærsluna.

Smelltu hér til að skoða Citroën e-Berlingo 

Smelltu hér til að skoða úrval í Vefsýningarsal