Voir le contenu
Citroën ë-Berlingo fólksbíll

NÝR CITROËN Ë-BERLINGO

Citroën ë-Berlingo hentar bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæi með nútímalegri hönnun, þægindum, frábæru geymsluplássi og drægni allt að 320 km samkvæmt WLTP.

Einstakir eiginleikar ë-Berlingo

Nútímaleg hönnun

Nútímaleg hönnun að innan sem utan einkennir ë-Berlingo fólksbíl.

Enn meiri þægindi

Einstök þægindi Citroën þökk sé Advanced Comfort® sætum

Alltaf tengdur

Tækni sem auðveldar þér lífið

Sérlega rúmgóður

Þrjú stök jafnstór aftursæti og risastórt farangursrými

Rafmögnuð akstursupplifun

Mjúkur akstur með allt að 282 km drægni á hreinu rafmagni

100% rafbíll

Allt að 282 km drægni og snögg hraðhleðsla

Stærð drifrafhlöðunnar í Citroën ë-Berlingo er 50 kWh og drægni bílsins skv. WLTP mælingu er allt að 282 km. Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Citroën ë-Berlingo með ódýrri, íslenskri raforku heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum.

Einstakur ferðabíll

Citroën ë-Berlingo er einstaklega rúmgóður og frábær í umgengni. Aftursætin eru þrjú stök, öll jafnstór með þremur Isofix bílstólafestingum og fótaplássið er framúrskarandi. 

Hentar bæði fyrirtækjum og einstaklingum

Citroën ë-Berlingo rafbíll hentar fyrirtækjum og einstaklingum einstaklega vel sem vilja skipta yfir í ódýra íslenska, sjálfbæra, orku, án þess að þurfa að takmarka þægindi í aðgengi, farþega- og farangursrými.

HELSTU ÁHRIFAÞÆTTIR Á DRÆGNI

Stærð drifrafhlöðunnar í Citroën Ë-C4 X er 54 kWh. Drægni hennar skv. WLTP mæligildi er allt að 415 km drægni sem hentar einstaklega vel í allan daglegan akstur þar sem meðalakstur Íslendinga er 40 km á dag. Raundrægni fer eftir mörgum þáttum, s.s. hraða, aksturslagi, akstursskilyrðum, útihitastigi, notkun miðstöðvar og loftkælingu og fjölda farþega og farangurs. Orkunotkun er t.d. minni á lægri hraða. Aksturslag og aksturskilyrði hafa áhrif á drægni. Mjúk hröðun og rétt notkun hemla eða rafbremsu (B stilling á skiptingu) eykur drægni og sparar orku. Útihitastig, notkun á miðstöð og loftkælingu eru allt þættir sem taka rafmagn og hafa áhrif á drægni. Forhitun á rafbíl er góð leið til að hámarka drægni þar sem ekki þarf að eyða rafmagni til að hita eða kæla bílinn í upphafi aksturs. Þyngd bílsins hefur eins og gefur að skilja áhrif á drægni og því geta fullur bíll af farþegum og farangri haft áhrif á drægnina.
HRAÐI 
Hraði hefur áhrif á drægni.  
ÚTIHITASTIG 
Útihitastig hefur áhrif á drægni.  
AKSTURSLAG
Aksturslag hefur áhrif á drægni.  
FARANGUR 
Þyngd farangurs í hleðslurými og aukahlutir á þaki hafa áhrif á drægni. 

900 ÞÚSUND KRÓNA RAFBÍLASTYRKUR AF CITROËN Ë-BERLINGO

Öllum sem kaupa rafmagnsfólksbíl á kaupverði upp að 10 milljónum, árið 2024, stendur til boða að fá rafbílastyrk frá Orkusjóði. Athugið að sjóðurinn er takmarkaður og því ekki hægt að treysta á að hann endist út árið, því borgar sig af taka af skarið fyrr en seinna til að tryggja sér styrkinn.

Verð og búnaður

PLUS ÚTFÆRSLA

 

 

ë-Berlingo PLUS staðalbúnaður

 

 

• 16” stálfelgur 205/60 R16
• ESP skrikvörn, ASR spólvörn og brekkuaðstoð
• Öryggispúðar að framan, í hliðum sæta og öryggispúðagardínur
• Háuljósaaðstoð (High Beam Assist)
• Fjarstýrð samlæsing
• Loftkæling (Air Condition)
• LED dagljósabúnaður
• Ökumannssæti (Comfort) með hæðarstillingu
• Farþegasæti að framan fellanlegt fram
• Miðjusætaröð fellanleg fram
• Þrjú stök sæti með Isofix festingum
• Borð á sætisbökum framsæta („flugvélaborð”)
• 4 stk festilykkjur í skotti
• Regnnemi fyrir rúðuþurrkur framan, birtuskynjari fyrir aðalljós
• Þokuljós í framstuðara
• Nálægðarskynjarar að aftan
• Ökumannsvaki (Driver Attention Alert)
• Velti- og aðdráttarstýri
• Geymsluhilla fyrir ofan ökumann og farþega að framan
• Geymsluhólf í gólfi miðjuröð
• Útvarp, USB tengi og Bluetooth tengibúnaður
• Rafdrifnar rúður að framan
• Rafdrifnir og upphitaðir útispeglar
• Rafdrifin handbremsa
• Hraðastillir (Cruise Control) með hraðatakmarkara (Limiter)
• Snjallöryggishemlun (Active Emergency Breaking)
• Rennihurðar á báðum hliðum
• Farangurshlíf í L1 – tvær hæðarstillingar
• 3 aksturstillingar, Normal – ECO – POWER
• 7,4 kW innbyggð hleðslustýring

MAX ÚTFÆRSLA

 

 

ë-Berlingo MAX staðalbúnaður umfram PLUS

 

 

• Bakkmyndavél
• 16” álfelgur 205/60 R16
• Rafstýrðar rúður í miðjuröð
• Tölvustýrð miðstöð – tveggja svæða
• Rafstýrð barnalæsing á afturhurðar
• Afturhleri með opnanlegu gleri
• Langbogar á toppi
• Skyggðar rúður að aftan
• Leðurklætt stýrishjól
• 8” Margmiðlunarskjár í mælaborði
• Mirror screen tækni fyrir snjallsíma
• Rafaðfellanlegir speglar
• Fjarstýrð forhitun, stýrt í gegnum MyCitroën app.
• SOS neyðarhringing við alvarlegan árekstur og neyðarrofi í lofti – BTA Contro

 
Hlaða Citroën rafbílinn minn

Kynntu þér hleðslustöðvar með uppsetningu sem standa viðskiptavinum Citroën á Íslandi til boða.

 
Áhrifaþættir á drægni

Kynntu þér helstu áhrifaþætti á drægni rafbíla og helstu leiðir til að fá mesta drægni úr rafhlöðunni þinni.

 
Skoðaðu bíla í Vefsýningarsal

Finndu þinn Citroën bíl í Vefsýningarsalnum. Smelltu til að sjá kaupverð, langtímaleiguverð, bíla til afgreiðslu og í pöntun.

 
Brimborg Bílorka | Hraðhleðsla

Brimborg Bílorka hefur opnað hraðhleðslunet með orku á lægra verði fyrir alla rafbílanotendur með auðveldu aðgengi og einfaldri greiðslulausn með e1 appinu.