February 19, 2021

CITROËN C4 KOMINN Í ÚRSLIT Á VALI Á BÍL ÁRSINS Í EVRÓPU 2021

Forsýning er hafin á Citroën ë-C4 er 100% rafbíl með 350 km drægni í sýningarsal Citroën á Bíldshöfða 8.

CITROËN C4 TILNEFNDUR Í VALI Á BÍL ÁRSINS Í EVRÓPU 2021
Glænýr Citroën C4 er kominn í úrslit fyrir val á bíl ársins í Evrópu 2021 (Car of the Year 2021 ). Í forvali voru 29 bílar og því frábær árangur hjá Citroën að komast í 7 bíla úrslit. Tilkynnt verður um val á Bíl ársins í Evrópu þann 1. mars.

Citroën C4 er fáanlegur í bensín, dísil og rafbílaútfærslu.

Hönnun, þægindi, öryggi, orkunotkun, aksturseiginleikar, frammistaða, notagildi, akstursánægja og verð eru þeir meðal annars þeir þættir sem dómararnir nota til að dæma bílana. Einnig er horft til tæknilegra nýjunga og hversu mikið kaupendur eru að fá fyrir peninginn. Dómnefndin samanstendur af 60 blaðamönnum frá 23 löndum.

Forsýning er hafin á Citroën ë-C4 er 100% rafbíl með 350 km drægni í sýningarsal Citroën á Bíldshöfða 8.

Glænýr Citroën ë-C4 rafbíll með 350 km drægni á 100% hreinu rafmagni
Citroën kynnir Citroën ë-C4 100% rafbíl með 50 kWh drifrafhlöðu og varmadælu sem endurnýtir orku fyrir miðstöðina og skilar því framúrskarandi drægni skv. WLTP mælingu eða 350 km á 100% hreinu rafmagni. Citroën ë-C4 er framdrifinn, frábær í akstri í snjó og því einstaklega hentugur við íslenskar aðstæður. Citroën ë-C4 er með 15,6 cm veghæð sem skapar þægilegt aðgengi og þegar inn er komið blasir við einstaklega nútíma- og tæknilegt innra rými með breiðum, mjúkum sætum og ríkulegum staðalbúnaði þar sem snjallmiðstöðin og fjarstýrð forhitun tryggir ávallt heitan bíl. Citroën ë-C4 er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Örugg gæði Citroën eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni.

  • 350 km drægni á 100% hreinu rafmagni
  • 30 mínútur í 80% drægni í 100 kW hraðhleðslustöð
  • Snjallmiðstöð og fjarstýrð forhitun tryggir ávallt heitan bíl
  • Ríkulegur staðalbúnaður og þægindi í hæsta flokki

Citroën ë-C4 100% rafbíll kostar aðeins frá 4.090.000 kr.
SMELLTU OG LESTU MEIRA UM CITROËN ë-C4.

Glænýr Citroën C4 bensín eða dísil
Citroën C4 er rúmgóður og býður uppá mögnuð akstursþægindi þar sem Citroën fjöðrunin leikur lykilhlutverk. Citroën C4 er búinn nýjustu vélartækni, PureTech margverðlaunaðri bensínvél eða BlueHdi dísilvél sem er einstaklega sparneytinn. Sjálfskiptingin er 8 þrepa og sérlega þýð. Sætisstaðan er há og aðgengi er einstaklega þægilegt og staðalbúnaður ríkulegur. Citroën C4 er með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum.

  • Mögnuð akstursþægindi
  • Hár frá götu og þægilegt aðgengi
  • Einstök byltingarkennd fjöðrun
  • Ríkulegur staðalbúnaður og þægindi í hæsta flokki

Citroën C4 verð frá aðeins  3.850.000 kr.
SMELLTU OG LESTU MEIRA UM CITROËN C4.

Örugg gæði Citroën C4 og ë-C4 100% rafbíls eru staðfest með víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðunni. Ábyrgðin er aðeins í boði á bílum keyptum af Brimborg og er háð því að bíllinn fylgi þjónustuferli framleiðanda.

TRYGGÐU ÞÉR CITROËN C4 MEÐ 7 ÁRA ÁBYRGÐ OG 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU STRAX Í DAG! VELDU ÖRUGG GÆÐI CITROËN MEÐ LENGRI ÁBYRGÐ HJÁ BRIMBORG!

Citroen-C4-báðir-1400x800